Umferðarvefurinn

Kennsluáætlun

Kennsluáætlun

Umferðarfræðsla – unglingastig

  Yfirmarkmið
Við lok 10. bekkjar er gert ráð fyrir að nemendur:

 • Hafi tileinkað sér umferðarreglurnar og þekki og viti hvað umferðarmerkin tákna.
 • Veri til fyrirmyndar í umferðinni og leggi sitt af mörkum til að tryggja umferðaröryggi.
 • Þekki til helstu atriða slysavarna og viðbragða við slysum, s.s. skyndihjálpar og geti veitt fyrstu hjálp.
 • Séu meðvitaðir um nauðsyn ábyrgrar hegðunar í umferðinni.
 • Sýni ábyrgð í öllum athöfnum og geri sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna.

Mikilvægt er að nemendur geri sér grein fyrir hvernig umferðin er samofin daglegu lífi þeirra og hversu fjölbreytt birtingarform hennar eru. Nemendur verða að fá tækifæri til að velta fyrir sér tilgangi umferðarreglna, öryggi fólks í umferðinni, orsökum og afleiðingum umferðarslysa, skyndihjálp og eigin ábyrgð í umferðinni.

Áhersluþættir – helstu viðfangsefni
 • Sinni gagnbrautarvörslu við gangbrautir í nánasta umhverfi skólans
 • Aðstoði nemendur 1. – 2. bekkjar, nemendur aðstoði markvisst nemendur sem eru að stíga sín fyrstu skref ein í umferðinni og séu þeim góð fyrirmynd.
 • Farþegi í bíl - öryggi í bíl – umferðaröryggi - umferðarlagabrot.
 • Aðstoði við uppsetningu og framkvæmd hjólaviku í skólanum
Ágúst – Júní
 • Öruggasta leiðin í skólann unnið í samvinnu við 1. og 2. bekk.
 • Umferðarreglur fyrir gangandi vegfarendur unnið sérstaklega vegna gangbrautarvörslu 10. bekkinga.
 • Gangbrautarvarsla 10. bekkinga.
 • Útivistartími, ræða líka á foreldrafundi.
 • Örugg leiksvæði.
 • Mikilvægi endurskinsmerkja.
 • Öryggisbúnaður á reiðhjóli, hlaupahjóli, línuskautum, hjólabretti, rafvespum og  léttum bifhjólum.
 • Öryggisbúnaður ökutækja.
 • Ábyrgð.
 • Siðferðissögur úr umferðinni.
 • Að eiga og reka bíl.
 • Fræðslumyndbönd um umferðaröryggi o.fl. tengt umferð.
 • Óhöpp í umferðinni.
 • Fyrsta hjálp.
 • Öryggi í umferðinni – umferðarlagabrot.
 • Umferðarmenning og ábyrg hegðun í umferðinni.
 • Göngum vel um umhverfi okkar.
 • Aðstoð við uppsetningu og framkvæmd hjólaviku í skólanum að vori.
Kennsluaðferðir og verklag

Reynst hefur vel að samþætta umferðarfræðsluna við aðrar námsgreinar hvort sem efnisþættir eru unnir reglulega í kennslu eða í/á þemavinnu/þemadögum, enda er umferðin alls staðar og tengist öllum sviðum samfélagsins. Ýmsar kennsluaðferðir notaðar, allt eftir hvað er verið að gera. Söguaðferðin og aðrar kennsluaðferðir sem gera ráð fyrir samvinnu nemenda, umræðum, vettvangsvinnu og fjölbreyttri úrvinnslu eru einnig hentugar kennsluaðferðir. Á þemadögum er útfærsla misjöfn, vinna með hvern bekk, sumir árgangar blandast öðrum bekkjum innan árgangs og einnig geta tveir og tveir bekkir/árgangar unnið saman.

Kennarar nýti hvert tækifæri sem gefst í kennslu til að tengja við umferðarfræðsluna. 

Námsefni
Samstarf við utanaðkomandi aðila
Samstarf við lögreglu um öryggisbúnað, umferðaröryggi og aðstoð við framkvæmd hjóladaga á vormánuðum, endurskinsmerkjagjafir.

Samstarf við Rauða krossinn varðandi fyrstu hjálp.

Námsmat/hæfni
Símat, jafningjamat og sjálfsmat. 

Við námsmat er ávallt tekið mið af ástundun og vinnuframlagi nemenda.

Námsefni hjá Samgöngustofu:
Hægt er að panta gjaldfrjálst efni hjá Samgöngustofu sem má nota í kennslu.  Bæklingar, sögur, spil, veggspjöld, ratleikur o.fl.

kennarar Created with Sketch.