Umferðarvefurinn

Siðferðiskvarðinn

Siðferðiskvarðinn

Verkefni

Reynt er að hafa atburðarásina með þeim hætti að það sem gerist sé misalvarlegt og kalli á siðferðislega umræðu meðal nemenda. Sagt er frá atvikum þar sem reynir á að fólk skilji á milli réttrar breytni og rangrar. Markmiðið er að nemendur ræði atvikin og meti þau. Matið er síðan fært inn á sérstakan kvarða og rætt enn frekar þegar niðurstöður allra liggja fyrir.

Tilgangur Siðferðiskvarðans er að gefa nemendum tækifæri til að ræða saman um hvað sé rétt og rangt, um tilgang laga og reglna og hvað felst í því að taka tillit til samferðamanna og sýna skynsemi. Markmiðið er að efla siðferðisvitund og rökhugsun nemenda.

Hægt er að nálgast sögurnar og kennsluleiðbeiningar hér á vefnum.


kennarar Created with Sketch.