Viðfangsefni umferðarfræðslu
Umferðarfræðsla er órjúfanlegur þáttur í skólastarfi og uppeldi barna okkar. Umferðarfræðsluna má samþætta við aðrar námsgreinar og er það undirstaða þess að fræðslan fái sinn sess í skólastarfinu. Skólinn hvetur nemendur til að tileinka sér heilsueflandi samgöngumáta t.d. að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Þannig tryggjum við aukið umferðaröryggi.
Foreldrar meta það hversu lengi fram eftir hausti þeir treysta barni sínu til þess að hjóla í skólann. Nemendur eiga að nota endurskinsvesti ef þau eru til, annars noti þau endurskinsmerki. Samkvæmt lögum eiga öll börn að vera með hjálm á höfði og hafa viðeigandi ljósabúnað á reiðhjóli. Hjólin eiga að vera læst í hjólagrindum á skólatíma, enda tekur skólinn ekki ábyrgð á þeim. Hið sama gildir um hjólabretti, hlaupahjól, línuskauta og rafvespur. Þegar farið er í hjólaferðir á vegum skólans skal ávallt nota reiðhjólahjálm.
Helstu árlegu verkefni sem tengjast umferðarfræðslu:
-
Átakið „Göngum í skólann“. Ýmis verkefni unnin í öllum bekkjum. Í lok átaksins er sameiginleg gönguferð þar sem eldri nemendur aðstoða yngri nemendur.
-
Umferðarþema á haustdögum. 3-5 dagar þar sem allur skólinn tekur þátt.
-
Skólinn gefur öllum nemendum endurskinsmerki í október.
-
„Hjóladagar“ í maí. Þrautabraut sett upp – hjólaverkstæði og þvottastöð. Heimsókn lögreglu.
-
„Hjóladagur“ hjá öllum bekkjum skólans í júní.
-
Þemadagar á vordögum (hjólaferðir – umferðarfræðsla).
Helstu áhersluþættir í umferðarfræðslu:
-
Umferðarreglur fyrir gangandi, hjólandi (þ.m.t. bretti, hlaupahjól og línuskautar) og akandi vegfarendur.
-
Tillitssemi og umburðarlyndi í umferðinni.
-
Umferðarmerki.
-
Gangbrautir.
-
Gangbrautarljós.
-
Götur/vegir án gangbrauta.
-
Strætisvagn – skólarútan.
-
Öryggi í umferðinni.
-
Öruggar gönguleiðir.
-
Öruggar reiðhjólaleiðir.
-
Örugg svæði fyrir hjólabretti, hlaupahjól og línuskauta.
-
Reiðhjólahjálmar.
-
Öryggisbelti.
-
Ótti við að ferðast á milli staða – að geta bent á og nefnt ýmsa þætti í umhverfinu sem hafa áhrif á líðan.
-
Skyndihjálp.
-
Hverjir hjálpa – 112.
-
Að taka sjálfstæðar ákvarðanir – hópþrýstingur – fyrirmyndir.
-
Auglýsingar sem tengjast tækjum og búnaði.
Árleg viðfangsefni að hausti og vetri:
-
Strætisvagnar, skólabílar og almennar bifreiðar (biðskýli, öryggisbelti).
-
Endurskinsvesti og endurskinsmerki.
-
Hjóla- og öryggisbúnaður (hjálmar og ljós).
-
Línuskautar, hlaupahjól og hjólabretti (hlífar og hjálmar).
-
Leiksvæði, vetrarleikir (snjóþotur, sleðar, skautar o.fl.).
-
Að gera kannanir og leggja fyrir spurningalista.
-
Myndasögur og fræðslumyndbönd.
Árleg viðfangsefni að vori og sumri:
-
Hjóla- og öryggisbúnaður (hjálmar og ljós).
-
Línuskautar, hlaupahjól og hjólabretti (hlífar og hjálmar).
Þemadagar að hausti:
Á haustdögum fara allir nemendur skólans í sameiginlegt umferðarþema sem varir 3-5 daga. Áhersla þemans er kynnt fyrir nemendum og teknar eru fyrir ýmsar reglur og verkefni tengt umferðarfræðslu. Mikil samvinna á milli árganga/stiga fer fram á þemadögunum.
Mikið er um samþættingu við aðrar greinar sem og vettfangsferðir í tengslum við þemadagana.
Fyrirlestrar:
Á hverju ári er leitast við að bjóða nemendum á miðstigi upp á fyrirlestur sem tengist umferðar - og samgöngumálum.
Endurskinsmerki að gjöf:
Á hverju ári gefur skólinn öllum nemendum sínum endurskinsmerki og minnir þannig á mikilvægi þess að vera sýnileg í umferðinni. Gott er að vinna þetta verkefni í samstarfi við lögregluna.
Hjóladagar að vori:
Á hverju vori eru þemadagar þar sem nemendur vinna með hjól og hjólreiðar. Verkefnið er unnið í samvinnu við íþróttakennara og eldir nemendur skólans. Sjá nánari útfærslu á hjóladögum hér.
Göngum í skólann:
Skólinn tekur árlega þátt í átakinu „ Göngum í skólann “. Verkefnið er unnið í september og hluta af október.
Helstu verkefni
- Rætt er við alla árganga við skólasetningu og nemendur hvattir til að ganga eða hjóla í skólann. Farið yfir öruggustu aðkomu bíla að skólanum.
- Könnun gerð í ákveðinn tíma á ferðamáta nemenda og starfsmanna í skóla og vinnu, tekið saman í tölum og myndum og eru niðurstöður birtar og borið saman á milli ára.
- Ýmis verkefni unnin í ákveðnum árgöngum. Nánar hjá verkefnastjóra eða á síðu verkefnisins.