Umferðarvefurinn

Viðfangsefni umferðarfræðsluViðfangs­efni umferðar­fræðslu
  • Tafla

Viðfangsefni umferðar­fræðslu

Umferðarfræðslu má samþætta við aðrar námsgreinar og er það undirstaða þess að fræðslan fái sinn sess í skólastarfinu.

Við lok 4. bekkjar er gert ráð fyrir að nemendur:

  • Kunni skil á umferðarreglum fyrir gangandi vegfarendur
  • Hafi m.a. fengið þjálfun í notkun reiðhjóls sem leiktækis og kunni skil á umferðarreglum sem gilda um hjólandi vegfarendur.
  • Þekki varhugaverða staði í umhverfinu og í umferðinni.
  • Geti leitað eftir upplýsingum og leiðbeiningum til að rata um umhverfi sitt.
1. og 2. bekkur 3. – 4. bekkur
Helstu viðfangsefni:
- Umferðarreglur fyrir gangandi vegfarendur
- Að rata um umhverfi sitt
- Gönguleiðir, gangbrautir og gangbrautarljós
- Endurskinsmerki
Helstu viðfangsefni:
- Öryggi í umferðinni
- Öryggisbúnaður
- Umferðarmerki
- Reiðhjól, línuskautar, hjólabretti og hlaupahjól, öryggisbúnaður

Námið á yngsta stigi gengur út frá því að bæta við þann grunn sem nemendur hafa þegar þeir hefja nám í grunnskóla og byggja á þeirri reynslu. Mikilvægt er að fara á vettvang og læra um öruggustu leiðina í skólann og þekkja hætturnar sem leynast á þeirri leið. Hvar þurfa nemendur að gæta sín og hvernig er best að bregðast við? Hvar eru örugg leiksvæði umhverfis heimili og skóla?

Hægt er að efla umferðarvitund nemenda með því að líkja hegðun þeirra innanhúss við umferðina, til dæmis með samanburði á hegðun nemenda í röð og hegðun ökumanna í umferðinni. Velta má fyrir sér spurningum eins og hvað gerist ef einn ryðst fram fyrir annan og æðir áfram án þess að taka tillit til umhverfisins. Þannig má kenna nemendum að sýna tillitssemi og að þeirra atferli skiptir máli í umferðinni sem og annars staðar.

 


kennarar Created with Sketch.