Umferðarvefurinn

Kennsluáætlun

Kennsluáætlun

Umferðarfræðsla - yngsta stig

Yfirmarkmið

Við lok 4. bekkjar er gert ráð fyrir að nemendur:

 • Kunni skil á umferðarreglum fyrir gangandi vegfarendur.
 • Hafi m.a. fengið þjálfun í notkun reiðhjóls sem leiktækis og kunni skil á umferðarreglum sem gilda um hjólandi vegfarendur.
 • Geti m.a. bent á slysagildrur í umferðinni.
 • Geti leitað eftir upplýsingum og leiðbeiningum til að rata um umhverfi sitt.
 • Skilji mikilvægi reglna í skólanum alveg eins og í umferðinni og í samskiptum fólks.
 • Læri að bera virðingu fyrir umhverfi okkar.

Mikilvægt er að nemendur geri sér grein fyrir hvernig umferðin er samofin daglegu lífi þeirra og hversu fjölbreytt birtingarform hennar eru. Nemendur verða að fá tækifæri til að velta fyrir sér tilgangi umferðarreglna, öryggi fólks í umferðinni, orsökum og afleiðingum umferðarslysa, skyndihjálp og eigin ábyrgð í umferðinni.

Áhersluþættir – helstu viðfangsefni

Við upphaf skólaárs:

 • Hvað vita nemendur um umferðina? Gera hugtakakort, umræður og upprifjun frá fyrra ári.
 • Öruggasta leiðin í skólann.
 • Að sjást vel í umferðinni.
 • Umferðin í kringum skólann.
 • Á hjóli í umferðinni.
 • Farþegi í bíl – öryggi í bíl.
 • Farþegi í strætó.

Ágúst – júní

 • Að fara yfir götu, gangbrautir og gangbrautarljós.
 • Gangstéttir, göngustígar og svæði án gangstétta.
 • Hættur í umhverfinu vegna leikja barna, t.d. í snjó, myrkri o.fl.
 • Þátttaka í hjólaviku, umhirða reiðhjóls, leikir og þrautir á hjóli.
 • Endurskinsmerki / endurskinsvesti.
 • Útivistartími, ræða einnig á foreldrafundi.
 • Strætisvagn / rútuferðir.
 • Ýmsar kannanir tengdar umferðaröryggi.
 • Hjóladagar að vori.
 • Lögregluþjónar í heimsókn á hjóladögum.
 • Öruggasta leiðin í skólann.
 • Örugg leiksvæði.
 • Umferðarmerki.
 • Umferðarreglur fyrir gangandi- og hjólandi vegfarendur.
 • Hjálmanotkun og önnur öryggisatriði við notkun reiðhjóla, línuskauta, hjólabretta og hlaupahjóla.
 • Fræðslumyndbönd um umferðaröryggi og fleira tengt umferð.
 • Hegðun í umferðinni.
 • Óhöpp í umferðinni – hvað getur „mögulega“ gerst?

Kennsluaðferðir og verklag

Reynst hefur vel að samþætta umferðarfræðsluna við aðrar námsgreinar hvort sem efnisþættir eru unnir reglulega í kennslu eða í/á þemavinnu/þemadögum, enda er umferðin alls staðar og tengist öllum sviðum samfélagsins. Ýmsar kennsluaðferðir notaðar, allt eftir hvað er verið að gera. Söguaðferðin og aðrar kennsluaðferðir sem gera ráð fyrir samvinnu nemenda, umræðum, vettvangsvinnu og fjölbreyttri úrvinnslu eru einnig hentugar kennsluaðferðir. Á þemadögum er útfærsla misjöfn, vinna með hvern bekk, sumir árgangar blandast öðrum bekkjum innan árgangs og einnig geta tveir og tveir bekkir/árgangar unnið saman.

Kennarar nýti hvert tækifæri sem gefst í kennslu til að tengja við umferðarfræðsluna. 

Námsefni

 • Hjólum og njótum – Myndband  – Námsgagnastofnun  –
  www.mms.is
 • Að byrja í skóla – Sögurammi – Sigurbjörg Ragna Ragnarsdóttir –  www.umferd.is
 • Námsefni frá umferðarskólanum Ungir vegfarendur,  Krakkarnir í Kátugötu o.fl.
 • Aðgát í umferðinni – Verkefnabók fyrir 1. og 2. bekk – Jóhanna Karlsdóttir og Ásta Egilsdóttir
 • Samstæðuspil o.fl. pantað hjá Samgöngustofu
 • Góða ferð – Verkefnabók í umferðarfræðslu – Kennarabók fylgir –  www.mms.is
 • Umferðarleikir á  umferd.is  – Innipúkinn, Samstæðuspil, Finndu rétta merkið o.fl.
 • Komdu og skoðaðu bílinn –  www.mms.is
 • Verum upplýst í umferðinni – Sögurammi – Hildur Karen Aðalsteinsdóttir og Sigurbjörg Ragna Ragnarsdóttir –  www.umferd.is
 • Umferðin og ég – Sögurammi – Sigurbjörg Ragna Ragnarsdóttir –  www.umferd.is
 • Handbók um umferðarfræðslu – Sjá nánar um efni og innihald í  Handbók um umferðarfræðslu – Samgöngustofa –
  http://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/fraedsluefni/pontun-a-fraedsluefni/

Samstarf

Samstarf við lögreglu um öryggisbúnað og endurskinsmerkjagjafir, heimsókn til lögreglu í 1. bekk og aðstoð við reiðhjóladaga í maí.
Félagar í Kiwanis hafa séð um að gefa nemendum 1. bekkjar reiðhjólahjálma í maí ár hvert.

Námsmat

Símat. Við námsmat er ávallt tekið mið af ástundun og vinnuframlagi nemenda.

Námsefni hjá Samgöngustofu

Hægt er að  panta gjaldfrjálst efni hjá Samgöngustofu sem má nota í kennslu.  Bæklingar, sögur, spil, veggspjöld, ratleikur o.fl.

 


kennarar Created with Sketch.