Umferðarvefurinn

Kennsluefni

Kennsluefni


Aðgát í umferðinni. Kennarabók og verkefnabók í umferðarfræðslu fyrir yngstu nemendur grunnskólans.
Góða ferð, framhald af bókinni Aðgát í umferðinni. Kennarabók og verkefnabók. Nemendur leysa flest verkefni þannig að þeir skrifa úrlausnir í bókina.

Fræðslumynd um hjólreiðar. Í myndinni er fjallað um reiðhjól sem heilsusamlegan og vistvænan ferðamáta og leiðbeint um ýmis atriði í sambandi við öryggi hjólandi vegfarenda, s.s. hjálmanotkun, ljós o.fl. Myndina má nota samhliða öðru umferðarfræðsluefni fyrir þennan aldurshóp. Kennsluleiðbeiningar á vef fylgja. Athugið að fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla og nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar stofnuninni.

Komdu og skoðaðu umhverfið  - einkum er ætluð nemendum í 1.–2. bekk. Í bókinni er fjallað um umhverfi í víðu samhengi, bæði manngert og náttúrulegt. Skoðaðar eru algengar lífverur, form í umhverfinu og fleira. Kennsluefnið Komdu og skoðaðu umhverfið  samanstendur af nemendabók og fjölbreyttu námsefni á vef með kennsluleiðbeiningum, leikjahugmyndum, verkefnum, sögum og fleiru. 

Komdu og skoðaðu bílinn - einkum er ætluð nemendum í 2.–3. bekk. Í bókinni er fjallað um kraft og hreyfingu, viðnám, orku og fleiri eðlisfræðileg fyrirbæri sem eru tengd við það umhverfi sem börnin þekkja en jafnframt sett í sögulegt samhengi. Kennsluefnið Komdu og skoðaðu bílinn samanstendur af nemendabók og fjölbreyttu námsefni á vef með kennsluleiðbeiningum, leikjahugmyndum, verkefnum, sögum og fleiru.

Umferðarland er söngleikur sem Grundaskóli á Akranesi hefur samið og útfært fyrir grunnskólanema. Söngleikurinn er ætlaður yngstu nemendum grunnskólans og er markmið hans að kenna umferðarreglurnar ásamt því að ganga vel um umhverfi sitt. Handrit, fróðleikur og tónlist.

Hjóladagar, hugmyndir, fræðsla og útfærslur.

Krakkarnir í Kátugötu. Umferðarfræðsla. Einnig heppilegar til að æfa lestur. Bækurnar eru fáanlegar hjá Samgöngustofu fraedsla@samgongustofa.is

Hér er hægt að lesa og hlusta á sögurnar í bókaflettaranum og svara spurningum.  
Hér er hægt að hlaða niður hverri bók fyrir sig á mp3 formi.
Hér má spila umferðarleik um Innipúkann og Krakkana í Kátugötu.
kennarar Created with Sketch.