Umferðarvefurinn

Verkefni

Verkefni fyrir yngsta stig

Umferðin með list - og verkgreinum 

Gönguleiðir til og frá skóla

http://ww2.umferd.is/media/umferd/umferdaroryggi/medium/bornLabbaYfirGotu.jpg

Elstu nemendurnir taka að sér að fylgja yngri nemendum í skólann einu sinni til tvisvar á skólaárinu og hjálpa þeim að finna öruggustu leiðina til og frá skóla. Hér gæti verið um ákveðna daga að ræða á hverju skólaári og verkefnið undirbúið í samráði við foreldra og lögreglu sem kæmi að með fræðslu og væri sýnileg á vettvangi þessa daga.

Stöðvar

Hugmyndalisti

1. stöð - Kynning

 • Saga bílsins
 • Saga hjólsins 
 • Saga samgöngutækja
 • Halda ræður um bíla og möguleika þeirra 
 • Vinna veggspjöld um bíla og upplýsingar tengdar þeim
 • Bækur, tímarit, blaðagreinar um bíla – skoða og fræðast 
 • Heiti á faratækjum 
 • Umferðarmerkin
 • Umferðarreglur
 • Kynningarefni um umferðamál

2. stöð - Rökhugsun og stærðfræði

 • Námsefni á umferðarvef tengt stærðfræði
 • Flokka bíla:
 • Yfir og undirflokkar (hvers eðlis er farartækið)
 • Stærðir, meira en / minna en
 • Litir
 • Lögun
 • Tegund
 • Hvað er líkt / ólíkt (tengist líka flokkun)
 • Hanna útlit bíla: lögun, litur, stærð
 • Myndsköpun sem tengist umferð
 • Veggspjöld
 • Ljósmyndir
 • Myndbönd
 • Umferðamerkin: lögun, litir, form

3. stöð - Hreyfing

 • Vettvangsferðir
 • Skoða og skilgreina umferðarumhverfið
 • Fylgjast með ákveðnum þáttum í umferðinni (bílbelti, stefnuljós, gangbrautir)
 • Líkamstjáning í umferðinni
 • Hjólreiðamenn nota stefnumerki
 • Þátttaka í umferðinni
 • Verklegar æfingar í umferðinni

4. stöð Ég og umhverfið

 • Góður bílstjóri, hvað felst í því?
 •  Að þekkja sjálfan sig og eigin viðbrögð í umferðinni
 • Umferð og veðurfar, hvernig veðrið hefur áhrif á umferðina,mengun af umferð
 • Akstur í mismunandi veðri
 • Reynslusögur
 • Áhrif umferðar á umhverfið, mengun, umferðarmannvirki

Hjólreiðar 

Hugmyndalisti

1.  stöð

 • Flokka formin sem hægt er að finna á reiðhjóli
 • Finna ummál, flatarmál, hornastærðir, lengdir, breiddir og fleira
 • Vinna með tíma og vegalengdir. Dæmi: Hversu lengi ertu að hjóla á milli ákveðinna staða
 • Útbúa hjólaþraut á afmörku svæði þar sem lagt er af stað frá fjórum mismunandi stöðum og þrautin þarf að ganga upp árekstrarlaust. Nota þarf umferðarmerkin til að stýra umferðinni, gangbrautir og góðakstursþrautir sem nemendur leysa á leiðinni
 • Skoða reiðhjólið út frá mismunandi tímabilum, setja upp á tímaás

2. stöð

 • Bera hjól saman við óskyldan hlut. Hvað er líkt? Hvað er ólíkt?
 • Búa til hjól úr ýmsum efnivið s.s dagblöðum, leir, tágum, rörum, pípuhreinsurum, kubbum
 • Sauma út myndir af hjólum, t.d hjólum frá mismunandi tímabilum, teikna munstrin út frá myndum
 • Söguspuni út frá myndum þar sem hjól koma við sögu en eru fjarri raunveruleikanum
 • Taka hjól í sundur og setja það saman aftur

3. stöð

 • Fá reiðhjólaviðgerðarmann í heimsókn til að kenna nemendum viðhald og viðgerðir reiðhjóla
 • Leysa reiðhjólaþrautir
 • Vettvangsferðir á hjólum
 • Njóta þess að hjóla úti í náttúrunni 
 • Umhverfisvæn notkun reiðhjóla
 • Eigin hegðun í umferðinni
 • Viðhorf til öryggisbúnaðar

 


kennarar Created with Sketch.