Umferðarvefurinn

 • Taska

Á leið í skólann

Það er spennandi að byrja í skóla. Nýr og framandi heimur opnast. Um leið verður barnið þátttakandi í umferðinni.

Gott er að æfa öruggustu leiðina í skólann.  Stysta leiðin í skólann er ekki alltaf sú öruggasta.Gott er að fá aðstoð frá fullorðnum til að læra að þekkja hverfið sitt og umhverfi skólans.

10 örugg ráð

 1. Æfum leiðina í og úr skóla saman
 2. Veljum öruggustu leiðina í skólann – ekki stystu  
 3. Leggjum tímanlega af stað, ekki flýta sér  
 4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem á að fara eftir  
 5. Kennum barninu að fara yfir götu, með og án ljósastýringar  
 6. Verum sýnileg, notum endurskinsmerki  
 7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir  
 8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir  
 9. Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla  
 10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð á skólasvæðinu
Fræðslumyndband

  -  á leið í skólann   

  

Hjólandi í skóla

 • Börn sem eru að hefja skólagöngu eiga ekki að ferðast ein á reiðhjóli 
 • Samkvæmt lögum mega börn yngri en 7 ára ekki hjóla ein á akbraut 
 • Börnum sem eru yngri en 15 ára ber skylda að nota hjálm þegar þau hjóla.  

 

Keyrð í skóla

Mikil umferð ökutækja við skóla getur skapað hættu. Þegar barni er ekið í skóla skal gæta vel að því hvar barnið fer út bílnum þegar að skóla er komið.


 • Hleypa ávallt út við gangstéttina, aldrei út á akbraut 
 • Við marga skóla eru sérútbúin útskot þar sem hægt er að stoppa í stutta stund og hleypa barninu út úr bílnum – notum þau 

Með skólabíl

Ef barnið ferðast með skólabíl þarf að benda barninu á að:


 • Ganga inn og út úr bílnum í einfaldri röð.
 • Bíða þar til bíllinn er farinn áður en gengið er yfir götuna.
 • Nota alltaf bílbelti og viðeigandi öryggisbúnað.
Fræðslumyndband - skólaakstur 

 


nemandi Created with Sketch.