Ég og umferðin

1. - 4. bekkur

Hér er að finna verkefni og leiki sem eflir umferðarfræðslu

Umferðarreglur segja til um hvernig við eigum að haga okkur í umferðinni. Mikilvægt er að kunna reglurnar og fara alltaf eftir þeim.  Með því að sýna varúð er hægt að koma í veg fyrir langflest umferðarslys. Þar getum við sjálf haft mikil áhrif.

Krakkarnir í Kátugötu

Kannist þið við Dodda og Matthildi í Kátugötu? Hér er hægt að lesa og hlusta á sögurnar í bókaflettaranum og svara spurningum.

NÝTT: 
Nú hægt að hlaða niður hverri bók fyrir sig á mp3 formi:

Krakkarnir í Kátugötu (bækur 1-8):
1. bók 
2. bók
3. bók
4. bók  
5. bók 
6. bók 
7. bók
8. bók

Fleiri sögur af diskunum okkar, nú á mp3 formi:
Binni bangsi og vinir hans
Græni karlinn kemur alltaf aftur
Krakkarnir í Tunguvík 
Sagan af annarri Rauðhettu
Sagan af Fíu fjörkálfi
Snuðra og Tuðra
Sólbjört og nýju rauðu skórnir

Ella umferðartröll

Á vefsíðu Ellu má finna verkefni og leiki sem fjalla um umferðina.

Ella umferðartröll er leiksýning fjallar um Ellu tröllastelpu sem kann ekki umferðarreglurnar. Ella kynnist stráknum Benna og saman lenda þau í ýmsum ævintýrum í umferðinni. Þegar fylgst er með uppátækjum Ellu og Benna kynnast börnin umferðarreglunum á skemmtilegan og fræðandi hátt.

Hægt er að sjá Benna kenna Ellu umferðarreglurnar í þessu myndbandi.

Benni kennir Ellu umferðarreglur