Hvar fást endurskinsmerki?

Kíktu á okkur á Vektu athygli á Facebook eða sendu okkur tölvupóst og fáðu endurskinsmerki send heim.


Hægt er að fá endurskinsmerki á eftirfarandi stöðum:
 • Samgöngustofu, Ármúla 2, 108 Reykjavík
 • Apótekum, t.d. Lyfju
 • Slysavarnafélaginu Landsbjörg
 • Íslandspósti
 • N1
 • Minju Skólavörðustíg
 • Þjóðminjasafninu
 • Epal í Hörpu
 • Pennanum  í Kringlunni
 • Íslandía í Kringlunni og Bankastræti
 • Þinni verslun Seljabraut
 • Árbæjarsafni
 • Versluninni Álafoss í Mosfellsdal
 • Ranimosk  á Laugavegi
 • Litlu barnabúðinni Laugavegi 
 • ADHD samtökunum
 • hjólreiðaverslunum
 • Dynjandi
 • Ýmsum blómaverslunum

Endurskinsmerkjum er enn fremur oft dreift af fyrirtækjum, félagasamtökum og íþróttafélögum. Líklegt er að til séu endurskinsmerki í skúffum og skápum á flestum heimilum og þá er um að gera að nota þau merki, enda gera þau lítið gagn ef þau eru ekki notuð. 

Gæði endurskinsmerkja

Miklu máli skiptir að skoða endurskinsmerkin áður en þau eru keypt en þau þurfa að vera með CE-merkingu með nafni framleiðanda (eða heiti vörunnar). Ennfremur þarf númer staðalsins að koma fram á merkinu (EN 13356) og að lokum eiga að fylgja með því notkunarleiðbeiningar. Markaðseftirlit með endurskinsmerkjum er í höndum Neytendastofu.