Umferðarvefurinn

Til fjölskyldunnar
 • Talnagrind

Til fjölskyldunnar

Mikilvægt að rifja reglulega upp helstu umferðarreglurnar 

Kennum börnum:

 • öruggustu leiðina milli heimilis og skóla,
 • öruggustu leiðina milli heimilis og vina,
 • öruggustu leiðina milli heimilis og tómstundaiðkunar,
 • að öruggasta leiðin er sú sem leið þar sem farið er yfir fæstar götur,
 • að hjóla á stígum,
 • að nota öryggisbúnað á reiðhjóli, hlaupahjóli og línuskautum,
 • að stilla hjálminn rétt,
 • að nota endurskinsmerki,
 • að fara yfir gangbraut,
 • að fara yfir vegi þar sem hvorki er gangbraut négangstétt,
 • að nota öryggisbúnað í bíl,
 • reglur í kringum skólabíl og strætó,
 • að leika á öruggum leiksvæðum.


Fullorðnir eru fyrirmyndir

Kennum börnum að virða umferðarreglur, sýna tillitsemi og ábyrga hegðun í umferðinni. Verum meðvituð um að fullorðnir eru fyrirmyndir barna. Börn læra meira af því sem fullorðnir gera en því sem þeir segja.

Keyrð í skóla

Ef börnum er ekið í skólann eykst umferð í kringum skólasvæði. Nauðsynlegt er að gæta vel að því hvar barni er hleypt út úr bílnum því ekki má stoppa þar sem hætta getur skapast fyrir barnið eða önnur börn. Alltaf skal hleypt út þeim megin sem gangstéttin er, aldrei út á akbraut. 

Fræðslumyndbönd sem er gott að skoða

Öryggi barna í bíl

Á leið í skólann

Skólabíllinn 

Endurskinsmerki


nemandi Created with Sketch.