Umferðarvefurinn

Umferðarskólinn
  • Tafla

Umferðarskól­inn

Elsti hópur leikskólabarna

Í Umferðarskólanum fá börnin að  fræðast um umferðina og kynnast betur þeim Dodda og Matthildi sem búa við Kátugötu. Fulltrúi frá Samgöngustofu fræðir börnin um öryggi barna í bílum, hvernig fara eigi yfir götu og hvar öruggast sé að hjóla og leika sér úti. Þá er reiðhjólahjálmur skoðaður og börnunum kennt að still hann rétt á höfði. 

 Sýndur er þáttur úr þáttaröðinni Út í umferðinni  en þar fá börnin að kynnast Erlen Umferðarsnillingi  þar sem hún fræðir börnin um helstu umferðarreglur.  Í lokin fá öll börn litabók að gjöf.

Öllum leikskólum landsins stendur til boða námsefni sem tengt er krökkunum í Kátugötu.

Eftirfarandi efni er í boði:

  • Tvær stórar flettibækur um krakkana í Kátugötu

  • Geisladiskur

  • Innipúkabrúða sem nýta má í umferðarkennslunni í leikskólanum

Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á  fraedsla@samgongustofa.is.


nemandi Created with Sketch.