Umferðarvefurinn

  • Talnagrind

Létt bifhjól í flokki I

(≤ 25km/klst)

Samkvæmt umferðarlögum má enginn má stjórna léttu bifhjóli í flokki II nema hann hafi gilt ökuskírteini til þess eða til að mega stjórna bifreið eða bifhjóli. Ökuskírteini til að mega stjórna léttu bifhjóli í flokki II má ekki veita þeim sem er yngri en 15 ára, enda hafi hann áður fengið tilskilda ökukennslu. Enginn sem er yngri en 13 ára má stjórna léttu bifhjóli í flokki I.


Leiðbeiningar um notkun léttra bifhjóla í flokki I.

Hvernig hjól eru þetta?   

Létt bifhjól í flokki 1 eru vélknúin ökutæki á tveimur eða þremur hjólum sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Þá er miðað við hámarkshraða sem framleiðandi bifhjólsins gefur upp.

Hver eru aldursmörkin? 

Ökumaður verður að vera orðinn 13 ára.

Þarf einhver réttindi? 

Það er ekki gerð krafa um ökunám eða ökuréttindi.  

Hvað má fara hratt? 

Hjólið er ekki hannað til hraðari aksturs en 25 km/klst.  

Má vera með farþega? 

Ökumaður þarf að vera orðinn 20 ára eða eldri til þess að vera með farþega. Í þeim tilfellum er það aðeins heimilt ef framleiðandi staðfestir að hjólið sé gert fyrir farþega. Farþeginn verður þá að sitja fyrir aftan ökumanninn. Barn sjö ára eða yngra, sem er farþegi á bifhjóli, skal sitja í sérstöku sæti því ætluðu. Barn eldra en sjö ára verður að ná með fætur niður að fóthvílum bifhjóls, annars þarf það að vera í sérstöku sæti.

Þarf að vera með hjálm og í hlífðarfatnaði? 

Skylt er að vera með bifhjólahjálm og nota skal viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað ætlaðan til aksturs á bifhjóli.

Þarf tryggingar? 

Engin vátryggingarskylda er á þessum hjólum en eigendur eru hvattir til að leita ráða hjá tryggingafélögum varðandi ábyrgðartryggingar.

Eru þau skráningarskyld? 

Þessi hjól eru skráningarskyld og Samgöngustofa mun kynna og upplýsa um það hvenær skráningarskylda verður virk. Fram að því þarf ekki að skrá létt bifhjól í flokki 1.

Leiðbeiningar um notkun léttra bifhjóla í flokki I.


nemandi Created with Sketch.