Umferðarvefurinn

Skyndihjálp
 • Talnagrind

Skyndihjálp

Skyndihjálp er aðeins bráðabirgðahjálp sem veitt er þar til viðeigandi læknishjálp fæst, ef hennar er þörf, eða þar til bati án læknishjálpar er tryggður. Áverkar eða sjúkleiki kalla þó ekki alltaf á læknishjálp.

Hæfni til að greina alvarlegan sjúkleika og vitneskja um hvort og hvernig á að kalla á hjálp er lífsnauðsynleg. 

Kanntu skyndihjálp?  

Svörin má finna hér.

 1. Hvað er skyndihjálp?

 2. Hvers vegna er haldinn sérstakur Skyndihjálpardagur?

 3. Kannt þú skyndihjálp? Taktu prófið og kannaðu hvar vitneskja og hæfni þín liggur? Skráðu niðurstöðuna.

 4. Hver er munurinn á almennri skyndihjálp og sálrænni skyndihjálp

 5. Nefndu 4-5 leiðir til að veita sálræna skyndihjálp.

 6. Við hvaða aðstæður er sálrænni skyndihjálp helst beitt?

 7. Eru viðbrögð barna og fullorðinna við alvarlegum atburðum hliðstæð?

 8. Hvernig er best að bregðast við ofneyslu áfengis eða annarra vímuefna?

 9. Við of lágan blóðsykur koma fram ákveðin einkenni. Hver eru þau?

 10. Vettvangur umferðarslyss getur verið hættulegur. Hvað er mikilvægast að gera við aðkomu að slysi þar sem umferð er mikil?

 11. Hvaða grundvallarreglur skyndihjálpar skipta mestu máli á slysstað?

 12. Hver eru einkenni losts?

 13. Hvaða aðferðum skyndihjálpar er beitt við meðhöndlun losts?

 14. Hvað skal gera við meðhöndlun bits og stungna?

 15. Þú ert bitin/n af hundi. Hvernig meðhöndlar þú sárið?

 16. Hver er algengasti aðskotahlutur í öndunarvegi?

 17. Hvað á að gera ef stendur í fullorðnum einstaklingi?

 18. Hvernig á að bera sig að ef stendur í ungabarni?

 19. Endurlífgun er beitt við hjartastopp. Hvað veldur hjartastoppi?

 20. Hvað er mikilvægast að gera í upphafi ef beita á blástursaðferðinni?

 21. Vinur þinn er í hjartastoppi og andar ekki. Hvernig berð þú þig að við endurlífgun?

 22. Hvernig skal meðhöndla astma?

 23. Hvað er mikilvægast að gera ef stöðva á blæðingu?


nemandi Created with Sketch.