Umferðarvefurinn

Spurningakeppni
 • Tafla

Spurninga­keppni

Hver hópur á að fara inn á  vef Samgöngustofu og reyna að vera fyrstur til að svara öllum spurningum hér á síðunni. 

 1. Hvað hafa margir látist í umferðinni það sem af er árinu?

 2. Hversu margir slösuðust alvarlega í umferðinni síðastliðin tvö ár?

 3. Hversu margir slösuðust lítið í umferðinni síðastliðin tvö ár?

 4. Hvað eru margir umferðarleikir á umferd.is?

 5. Veljið eina auglýsingaherferð frá Samgöngustofu og segið frá boðskap hennar. Hvaða áhrif hafði auglýsingin á þig/ykkur?

 6. Nefnið fimm flokka umferðarmerkja, tilgang hvers flokks og fimm merki sem tilheyra hverjum þeirra.

 7. Hvað heita þessi umferðarmerki og hvaða flokki tilheyrir hvert þeirra?

 1. Hvað heitir merkið? Hvað flokki tilheyrir það? Að hvaða leyti greinir það sig frá öðrum merkjum í sama flokki og hvers vegna?

 1. Finnið þrenns konar merki sem ætlað er að greiða gangandi vegfarendum leiðina í umferðinni.

 2. Hvaða merkingu hefur rautt ljós samtímis gulu ljósi á almennu umferðarljósi?

 3. Hve langan tíma tekur að aka 48 km vegalengd ef ekið er á 90 km hraða?

 4. Hver er skyldubúnaður á reiðhjólum í umferðinni?

 5. Hvers vegna má ekki líma merki á reiðhjólahjálma?

 6. Hvað er talið að hægt sé að komast hratt á hlaupahjóli?

 7. Hvaða öryggis- og hlífðarbúnaður er nauðsynlegur þegar ferðast er um á hlaupahjóli?


nemandi Created with Sketch.