Umferðarvefurinn

Spurt um umferð
 • Taska

Spurt um umferð

Svörin við spurningunum má finna á vef Samgöngustofu undir liðnum fræðsla.

 1. Hvað þarf barn að hafa náð mikilli hæð til að mega sitja í framsæti bíls þar sem uppblásanlegur öryggispúði er fyrir framan það?

 2. Hver ber ábyrgð á öryggi barna í bílum?

 3. Hvað má sekta ökumann um háa fjárhæð ef hann gætir þess ekki að farþegar hans, sem eru yngri en 15 ára, noti öryggis- og verndarbúnað?

 4. Fyrir hverja er umferðarskólinn Ungir vegfarendur?

 5. Hvernig starfar skólinn Ungir vegfarendur?

 6. Hvaða námsefni er notað í skólanum Ungir vegfarendur?

 7. Hver eru helstu markmið umferðarfræðslu í leikskólum?

 8. Hver eru markmiðin með umferðarfræðslu í grunnskólum?

 9. Hvenær er gert ráð fyrir að nemendur á grunnskólaaldri hafi náð að

  1. tileinka sér helstu umferðarreglur?

  2. tileinka sér örugga hegðun sem hjólandi vegfarandi í umferðinni?

  3. taka ábyrgð á eigin öryggi í umferðinni og að hafa skilning á öryggi annarra í umferðinni?

 10. Hvað felst í því að tileinka sér örugga hegðun í umferðinni og taka þar með ábyrgð á eigin hegðun?

 11. Nefnið fjögur góð ráð sem grunnskólanemendum eru gefin til að fara eftir á leið þeirra í skólann. Að minnsta kosti eitt þeirra þarf að sýna að þið látið ykkur varða heill samferðafólks ykkar.

 12. Útskýrið þrjú atriði sem gera börnum erfitt fyrir í umferðinni. Eitt þeirra verður að fjalla um málnotkun og málskilning.

 13. Það læra börn sem fyrir þeim er haft. Hvernig á þetta máltæki við í umferðinni?


nemandi Created with Sketch.