Umferðarvefurinn

Til fjölskyldunnar
  • Tafla

Til fjölskyldunnar

 Mikilvægt er að börn og ungmenni tileinki sér viðeigandi hegðun í umferðinni til að tryggja sem best öryggi þeirra. 

Gátlisti

 Hér er gátlisti um atriði sem foreldrar ættu að ræða um við börn sín. 

Gott er að ræða um:

  •  Notkun endurskinsmerkja

  •  Að nota gangbrautir

  •  Öryggi barna í bíl

  •  Að fara í skólabíl eða strætó

  •  Öryggisbúnað varðandi reiðhjól, hlaupahjól og línuskauta

  •   Að stilla hjálminn rétt 

Hjól, rafmagnshjól og vélhjól

Margir unglingar ferðast um á reiðhjólum, vél - og rafdrifnum hjólum eða svokölluðum vespum. Í góðu veðri á jafnsléttu má ná 40 km hraða á klst og allt að 80 km á klst niður brekku. Á rafmagnshjóli getur lítt þjálfaður einstaklingur haldið sama hraða og umferðin á venjulegum götum, jafnvel við erfiðar aðstæður. 

Hér eru frekari upplýsingar um vespur.

Ökunám

Á 16 ára afmælisdegi má sækja um leyfi til æfingaaksturs en þá þarf fyrst að ljúka 10 kennslustundum í ökuskóla 1. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um ökunám á vef Samgöngustofu.

Umferð við skólana

Ef börnum er ekið í skólann eykst umferð í kringum skólasvæði. Nauðsynlegt er að gæta vel að því hvar barni er hleypt út úr bílnum því ekki má stoppa þar sem hætta getur skapast fyrir barnið eða önnur börn. Alltaf skal hleypt út þeim megin sem gangstéttin er, aldrei út á akbraut.

Verum góðar fyrirmyndir

  •  Kennum börnunum að virða umferðarreglur og sýna tillitssemi og ábyrga hegðun í umferðinni.
  •  Ökum varlega umhverfis skólann.
  •  Hleypum börnum út úr bifreiðum á öruggu svæði.

Fræðslumyndbönd

Endurskinsmerki

Á leið í skólann   

Skólabíllinn nemandi Created with Sketch.