Umferðarvefurinn

Leiðin milli heimilis og skóla
  • Tafla

Leiðin milli heimilis og skóla

Börnin læra á þeirra hverfi

Eitt af verkefnum grunnskólans í upphafi hvers skólaárs er að fjalla um leiðina milli heimilis og skóla með það að markmiði að auka öryggi nemenda í umferðinni. 

Stysta leiðin er ekki endilega öruggasta. Kennum börnum að fara öruggustu leiðina. 

Fræðsla í öllum árgöngum þarf að miða að því að

  • auka þekkingu og skilning nemenda á umferðarreglum.
  • efla færni nemenda í umferðinni með hagnýtum þjálfunaræfingum á vettvangi og stuðla að því að þeir verði sjálfbjarga í umferðinni.
  • styrkja og/eða móta viðhorf nemenda til ábyrgrar hegðunar í umferðinni.

Vettvangsferðir

Vettvangsferðir eru ómissandi þáttur í umferðarfræðslu. Ef fræðslan á að bera tilætlaðan árangur verður að taka mið af þeim raunveruleika sem nemendur búa við og tengja umferðarverkefnin við þann vettvang sem unnið er með hverju sinni.

Ábyrg og örugg hegðun í umferðinni

Mikilvægt er að nemendur temji sér ábyrga hegðun í umferðinni og stuðli þannig að eigin öryggi og annarra. Hvers þurfum við að gæta á leið okkar í skólann? Er hegðun okkar ábyrg og til eftirbreytni?

  • Þeir grænu fylgja almennt umferðarreglum og eru fyrirmyndar vegfarendur.
  • Þeir gulu taka stundum áhættu og brjóta umferðarreglur.
  • Þeir rauðu taka stöðugt áhættu í umferðinni og er hér aðallega um yngri ökumenn að ræða.

logga Created with Sketch.