Umferðarvefurinn

Ferðamáti nemenda

Ferðamáti nemenda

Oft er mikill umferðarþungi við upphaf skóladags þegar fjöldi bíla streymir að með börnin á  leið í skólann. Nemendur þurfa einnig að fara um mislangan veg til að komast í íþróttir á vegum skólans, annaðhvort fótgangandi eða með skólabíl. Því er mikilvægt að nemendur þekki vel til umferðarinnar í nánasta umhverfi skólans og hentugt að hefja umferðarfræðslu skólaársins á því að taka það fyrir.
Auk þess að fræða nemendur um heilsufarslegt gildi þess að ganga eða hjóla í skólann má einnig vinna með ávinning þess fyrir umhverfið.

Dæmi um heimaverkefni fyrir yngri nemendur: Teikna öruggustu leiðina milli heimilis og skóla og útskýra hvers vegna hún er öruggust. Setja inn á hana umferðarmerki og kennileiti sem eru á leiðinni og merkja sérstaklega varasama staði. Í skólanum eru teikningarnar ljósritaðar á glæru og nemendur útskýra leiðina fyrir bekkjarfélögum sínum.

Að hjóla í skólann - Hvenær mega nemendur hjóla einir í skólann?

Samkvæmt 40. grein umferðarlaga er börnum yngri en 7 ára óheimilt að vera á reiðhjóli úti í umferðinni nema í fylgd með 15 ára og eldri.

Sjá umfjöllun um  börn og hjólreiðar á vef Samgöngustofu og bækling um  reiðhjól og hjálma.

Sjá einnig veggspjaldið  Hjólum allt árið.

Reglur um gerð og búnað reiðhjóla og um notkun hjólreiðahjálma

Samkvæmt  lögum eru öll börn undir 15 ára aldri skylduð til að nota hlífðarhjálma við hjólreiðar.

Sjá nánar á vef Landssamtaka hjólreiðamanna.

Sjá umfjöllun um  búnað reiðhjóla á vef Samgöngustofu.

Sjá umfjöllun um  reiðhjólahjálma á vef Samgöngustofu.

Að koma með bíl í skólann (einkabíll, strætisvagn, skólabíll)

Á vef Samgöngustofu eru ýmsar upplýsingar um öryggi barna í bíl


logga Created with Sketch.