Umferðarvefurinn

Fréttir

Endurskinsmerki

- ekki vera draugur í umferðinni!

Í myrkrinu eiga ökumenn erfiðara með að sjá okkur. Þess vegna eru endurskinsmerki alveg nauðsynleg - annars erum við bara eins og draugar (sjáumst ekki!). 

Á Íslandi verða veturnir mjög dimmir og þá er gott að hafa endurskinsmerkin alltaf á sér t.d. í skólatöskunni, æfingatöskunni og á útifatnaði. Endurskinsmerkin virka eins og blikkljós þegar ljós skín á okkur og þá sjá ökumenn okkur miklu fyrr. Svo eru þau líka bara mjög töff :)   

Hvernig endurskinsmerki?

Það eru til svo ótal margar gerðir af endurskinsmerkjum sem við getum skreytt okkur með áður en við förum út í myrkrið. T.d. borðar, klemmur, nælur, vesti. Svo eru líka til endurskinsmerki á dýrin okkar - því þau þurfa líka að sjást í myrkri. 

Þetta þarftu að vita til að vera SNILLINGUR úti í myrkrinu: 

Bílarnir sjá þig betur í myrkrinu þegar þú ert með endurskinsmerki
Einnig má setja endurskinsmerki á gæludýrið og á hjólið
Ekki vera draugur í umferðinni!

Endurskinsmerkin verða að sjást vel, t.d. á ermar, buxur, hliðar og tösku

Hvað með fullorðna fólkið?

Fullorðnir eiga að sjálfsögðu að vera fyrirmyndir barna og vera með endurskinsmerki á sínum flíkum. Krakkar - pössum líka uppá systkini okkar, mömmu og pabba, afa og ömmu, frænku og frænda og alla hina draugana.

Hvað segir Erlen umferðarsnillingur á KrakkaRÚV?   

EndurskinAllir krakkar ættu að vera snillingar í því að fara eftir umferðarreglunum. Erlen á  KrakkaRÚV er úti í umferðinni og kannar hvaða reglur krakkar, og reyndar fullorðnir líka, þurfa að kunna til að vera örugg í umferðinni.   

Hvar get ég fengið endurskinsmerki?

Kíktu á okkur á  Vektu athygli á Facebook eða sendu okkur  tölvupóst og fáðu endurskinsmerki send heim.

Smelltu hér til að fá upplýsingar um hvar endurskinsmerki fást