Umferðarvefurinn

Umferðarfræðsla í Rauðaborg

í Seláshverfi í Reykjavík

Nemendur í elsta árgangi leikskólans Rauðaborg fengu umferðarfræðslu á dögunum. Starfsfólk leikskólans setti upp umferðarskóla þar sem farið var yfir öryggi barna í bílum, hvernig öruggast sé að fara yfir götu og hvar sé heppilegast að hjóla og leika sér úti. 

Í leikskólanum er lögð rík áhersla á virkt nám, að börnin hafi val og geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir og hentar því fyrirkomulag umferðarskólans þeim vel. Börnin hafa verið dugleg að sækja gönguferðir og stunda útivist í hverfinu sínu enda Rauðavatnsskógur og Elliðaárdalur í næsta nágrenni. 

Í umferðarskólanum skoðuðu þau reiðhjólahjálm og lærðu að stilla hann rétt á höfði. Í lok heimsóknarinnar fengu nemendur litabók með sér heim sem þau sýna foreldrum, forráðamönnum, systkinum eða ömmu og afa sem geta þá fylgt fræðslunni eftir og farið með börnin í göngu- og hjólaferðir. Þannig læra börnin best að fara eftir umferðarreglunum og að velja sér t.d. öruggustu leiðina í skólann í haust.

20200525_150653

20200525_150615 20200525_150602