Umferðarvefurinn

Tilkynningar
  • selma

Umferðarskólinn

á Norðurlandi eystra

Selma S. Malmquist er starfandi lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra með aðsetur á Akureyri. Á síðasta ári heimsótti Selma tuttugu leikskóla á á Eyjafjarðarsvæðinu, út á Tröllaskaga, frá Grenivík til Siglufjarðar. 

Heimsóknir Selmu eru í samstarfi við umferðarskóla Samgöngustofu en á hverju vori hefur Samgöngustofa starfrækt umferðarskóla fyrir elsta hóp leikskólabarna. Í umferðarskólanum fræðast börnin um umferðina og umferðartengda hegðun, t.d. öryggi barna í bílum, hvernig fara eigi yfir götu og hvar öruggast sé að hjóla og leika sér úti. Þá er reiðhjólahjálmur skoðaður og börnunum kennt að stilla hann rétt á höfði og öll börn fá  litabók með fróðleik með sér heim.

Nú er Selma að fara af stað aftur en í ár stefnir hún á að heimsækja alla leikskóla í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra -  frá Siglufirði á Þórshöfn samtals 29 skóla.

Hér má sjá myndir frá heimsóknum Selmu í leikskóla á Norðurlandi eystra.

36226179_10214708520418345_1281056854541074432_n35296715_10214708520138338_3652506408324169728_n36137552_10214708520858356_5506477536118308864_n 35297176_10214708520818355_3361055712938557440_n 36228745_10214708521018360_7564400915449380864_n36086894_10214708521218365_4571342007636590592_n