Umferðarvefurinn

Verkefni

Verkefni fyrir elsta stig

Ný verkefni

1. Bílpróf og bílar

Þemahefti í stærðfræði

Í heftinu er að finna ýmis fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast því að taka bílpróf, kaupa og reka bíl.

Þemahefti í stærðfræði

Siðferðiskvarðinn - verkefni 1

Umferðarsáttmálinn

Krossgátur

2.    Umferðarvinir

Gönguleiðir til og frá skóla

Elstu nemendurnir taka að sér að fylgja yngri nemendum í skólann einu sinni til tvisvar á skólaárinu og hjálpa þeim að finna öruggustu leiðina til og frá skóla. Hér gæti verið um ákveðna daga að ræða á hverju skólaári og verkefnið undirbúið í samráði við foreldra og lögreglu sem kæmi að með fræðslu og væri sýnileg á vettvangi þessa daga.

3.   Íslenska

1. hluti

Verkefni:

Hugtök og orð tengd umferðinni - flokkun - ritun - munnlegur flutningur - slagorðavinna - veggspjaldagerð - glærugerð - heimaverkefni.

Markmið:

Að nemendur verði ábyrgari vegfararendur og eflist í íslenskri málnotkun.

Námsgögn:

Pappír, tölvur, blýantar, litir, pennar, stílabók, Vegfarandinn 3, kennslubók í umferðarfræðslu.

Námsmat:

Símat á vinnu í kennslustundum, verkefnamappa metin.

Kynning:

Verkefnin fjalla öll um umferðina á einn eða annan hátt. Hugtakið umferð er útskýrt og rætt um merkingu þess. Farið er yfir helstu umferðarreglur og umferðarmerki. Nota bókina Vegfarandinn 3.

Þetta er að mestu leyti hópverkefni. Hópurinn skilar sameiginlegum verkefnum.

Nemendum er skipt upp í þriggja manna hópa. Hópurinn vinnur saman að lausn verkefna en skiptir með sér eftirfarandi hlutverkum: ritari, hópstjóri, gagnasafnari.

Verkefni 1:

Hver hópur útbýr gagnamöppu úr A3 pappír. Þessi mappa verður geymslumappa fyrir gögn sem eru í vinnslu og endanleg verkefni. Mappan er merkt og hópurinn velur sér einkunnarorð fyrir verkefnið sem mappan er skreytt með.

Verkefni 2:

Hugstormun eftir að kennari setur fram spurninguna: " Hvaða orð, hugtök, þekkið þið sem tengjast umferðinni"? Hóparnir fá nokkrar mínútur til að skrá á vinnublað öll hugtök sem þeir finna. Farið er sameiginlega yfir listana uppi á töflu. Hóparnir bæta inn í sinn lista ef með þarf.

Hugtökin rædd lauslega og gengið úr skugga um að allir skilji þau.

Flokkun:
Hóparnir búa til 3 - 4 flokka úr orðunum og útbúa skýringu á vali orðanna fyrir hvern flokk.
Þetta vinna nemendur á tölvu, en mega skrifa fyrst upp á blað og setja þetta síðan í möppuna.

2. hluti

Málfræðihugtökin fallorð, sagnorð og óbeygjanleg orð -smáorð ásamt undirflokkum fallorða útskýrð. Allir skrá niður í stílabók.

Verkefni 3:

Hóparnir greina umferðarorðin í orðflokka og skrá í möppuna. Farið yfir orðflokkagreininguna á töflu og spurningar eins og hvaða orðflokkur fékk flestu orðin og hver fæstu eða engin orð lagðar fram og niðurstöður ræddar. Hægt að bæta við textum úr Vegfarandanum eða eigin texta til orðflokkagreiningar. Einnig er hægt að láta hópana fallbeygja og stigbeygja nokkur orð.

Hugtökin setning, málsgrein, slagorð og auglýsing útskýrð. Tekin dæmi upp á töflu.

Verkefni 4:

Hóparnir semja nokkrar málsgreinar og nota umferðarorðin til þess. Skrá má á blað eða tölvu. Sameiginlegar umræður um hvort einhverjar málsgreinar gætu orðið slagorð gegn umferðaróhöppum eða með bættri umferðarmenningu. Orðið menning útskýrt.

Verkefni 5:

Hver hópur býr til 3 - 4 góð slagorð gegn umferðaslysum eða með bættri hegðun í umferðinni. Nemendur skrifa slagorðin á renninga og hengja upp á veggi.

Heimaverkefni 1:

Ræða við fjölskylduna um mikilvægi þess að fara eftir umferðarreglum og lögum.

Skrá í stílabók nokkrar niðurstöður og sjónarmið.

3. hluti

Rætt um heimaverkefni 1:

Upprifjun á nokkrum málsgreinum frá því í síðustu kennslustund. Nokkrar málsgreinar skráðar upp á töflu og ræddar.

Umræður um: Reglur í umferðinni, reynslu nemenda og umferðaslys/óhöpp og hvað veldur þeim?

Spurningar og svör nemenda skráð á töfluna. Hóparnir skrá bæði spurningar og svör.

Spurningar frá kennara:

1.      Geta slagorð/auglýsingar haft áhrif? Hvernig?

Svör nemenda skráð á töflu og rædd. Hóparnir skrá bæði spurningu og svör.

2.      Hvernig er hægt að fækka umferðarslysum og bæta umferðarmenningu á Íslandi?

Svör nemenda skráð á töflu og rædd. Hóparnir skrá bæði spurningu og svör.

3.      Hvað getið þið gert til að breyta ástandinu?

Svör nemenda skráð á töflu og rædd. Hóparnir skrá bæði spurningu og svör.

Nemendum sýndar nokkrar sjónvarpsauglýsingar frá Samgöngustofu.

Verkefni 6:

Hver hópur býr til 3 - 4 góð slagorð gegn umferðaslysum eða með bættri hegðun í umferðinni. Niðurstöður skráðar á renninga sem fara upp á vegg.

Hugtakið efnisgrein er útskýrt, skrá í stílabók.


kennarar Created with Sketch.