Umferðarvefurinn

Hjóladagar

Hjóladagar

Hjólatímar í íþróttum hjá yngsta- og miðstigi í Grundaskóla

Skólinn getur valið að vinna þetta verkefni í samvinnu við íþróttakennara ásamt nemendum 8. – 10. bekkjar. Hjólaþema er oft í eina viku á vori.

Hér má sjá myndband frá hjóladögum.

Flökkuhjól: Vikuna fyrir hjóladagana „flakkar“ reiðhjól um skólann með ýmsum verkefnum tengdum hjóli og hjólreiðum. Á reiðhjólið er hengdur kennslupakki fyrir ca. eina kennslustund. Umsjónakennarar panta „flökkuhjólið“ þann tíma sem það hentar þeim að vera með fræðslu og verkefnavinnu tengda reiðhjólinu. Í kennslustundinni er farið yfir allt það helsta sem þarf að vera á hverju hjóli og einnig er farið yfir helstu reglur sem skipta máli þegar hjólað er á reiðhjóli.

Hjólafærni: Nemendum 8. – 10. bekkjar er boðið að fara á hjólafærninámskeið hjá http://hjolafaerni.is/. Þar læra nemendur allt það helsta sem þarf að hafa í huga við almennt viðhald á reiðhjóli. Einnig læra þeir að yfirfara hjólin og skoða þau eftir gátlista. Nemendur læra margt í tengslum við reiðhjólið, m.a. hvernig best sé að stilla hjálminn og hnakkinn. Þeir læra einnig ýmislegt í tengslum við bremsurnar, gírana og keðjuna svo eitthvað sé nefnt.

Þetta stuðlar að bættu ástandi hjólanna og um leið að meira umferðaröryggi. Að auki eru eldri nemendur þjálfaðir í að aðstoða við hjólatíma sem boðnir eru fyrir nemendur 1. – 7. bekkjar.    

Hjólatímarnir: Nemendur 1. – 7. bekkjar mæta á hjólum, með reiðhjólahjálm og endurskinsvesti í tvo íþróttatíma í sömu vikunni.

  •  Fyrri hjólatíminn: Farið yfir ástand hjólsins. Pumpað, smurt, þrifið og svo er hjólið skoðað með gátlista sem nemendur fara með heim. Einnig eru hjálmar, stýri og hnakkur stillt rétt

  •  Seinni hjólatíminn: Hjólaleikir og þrautabraut undir stjórn íþróttakennara. Nemendur 8. – 10. bekkjar sem fóru á hjólafærninámskeiðið aðstoða einnig nemendur í þrautabrautinni. Íþróttakennarar stjórna ýmsum æfingum og leikjum á hjóli

Á vefsíðunni www.mms.is má finna góðar lýsingar á hjólatímum og ýmsum hjólaleikjum. Námsefnið heitir „Hjólum og njótum“ og „Hjólum meira og njótum“. Um er að ræða myndbönd og kennsluefni sem gott er að nota í undirbúningsferlinu og með nemendum.kennarar Created with Sketch.